Stórviðburðir í Origohöllinni
Íþróttasalur Vals - Origohöllin er 2050 fm. að stærð. Hann er hannaður þannig að með einföldum hætti er hægt að breyta salnum úr íþróttasal í veislu-, fundar eða tónleikasal.
Sérhönnuð tjöld eru dregin út á brautum meðfram veggjum og teppaflísar eru lagðar á gólfið. Hér að ofan er myndbandsem sýnir hvernig hægt er breyta salnum á örskömmum tíma.
Í salnum er hægt að halda 3400 manna tónleika, 2200 manna sitjandi fundi, 1456 manns veislur með langborðum og 1.050 manna veislur með hringborðum.
Við þennan fjölda er hægt að bæta 200 gestum ef svalir hússins eru líka notaðar. Einnig er auðvelt að setja salinn upp miðað við 400-600 manna sitjandi veislur.
Knattspyrnufélagið Valur býður einnig uppá minni veislusali sem taka allt að 320 manns í sitjandi borðhald, sali sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins og geta því hentað fyrir stóra jafnt sem smáa viðburði
Leiga á búnaði fyrir veislur. Við eigum langborð, hringborð, standborð og stóla, allt eftir umfangi og sniðið að þörfum hvers og eins. Við bjóðum einnig uppá dúka í mörgum litum og stólaklæði til að gera veisluna enn glæsilegri. Þá leigjum við út allan borðbúnað fyrir minni og stærri veislur.