Húsnæðið er allt ný uppgert með fallegu anddyri og stigagangi og rúmgóðri lyftu.
Salurinn rúmar 50 manns í sæti og 65 í standandi veislur og viðburði.
Í salnum eru borð og stólar sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt, til dæmis sem langborð fyrir 16 manns, 40 manns við borð meðfram veggjum eða bæta við stólum og vera þá með 50 manns í sæti. Í standandi veislum er uppröðun borða óformleg og jafnvel þá hægt að bæta við standborðum.
Í AkademíuSalnum er móttökueldhús með ísskáp, uppþvottavél og aðstöðu til að undirbúa veitingar og hella upp á kaffi. Salernisaðstaða við innganginn í salinn.
Við innganginn í salinn er einnig fundarherbergi með 16 manna langborði sem leigt er sér.
Salurinn er leigður út án veitinga, en mögulegt er að panta veitingar frá einhverjum af fjölmörgu veitingastöðum í kring.
Akademíu salurinn hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja vera á góðum stað niður í miðbæ Reykjavíkur í fallegum sal og góðu næði.
Salurinn hentar vel fyrir útskriftaveislur, opnanir, menningarviðburði og fyrir þá sem vilja byrja kvöldið í miðbænum í góðu næði með eigin veitingar og halda síðan á vit ævintýra næturlífsins miðbænum á eftir.













