Knattspyrnufélagið Valur býður uppá fjölbreytta fundarsali og ráðstefnursali við miðbæ Reykjavíkur. Salina er hægt að sníða að þörfum hvers og eins og geta því hentað fyrir stóra jafnt sem smáa viðburði.
Boðið er uppá sali sem henta fyrir viðburði fyrir 40 til 3.600 gesti og býr starfsfólk að mikilli reynslu af viðburðarhaldi.
Fundar og veislusalir Vals eru þrír samliggjandi salir á 2. hæð íþróttahússins. Mögulegt er að sameina salina í einn stóran sal sem tekur þá um 320 manns til borðs og um 800 manns í standandi viðburði. Einnig er hægt að skipta þeim upp í sjálfstæða sali.
Allir salirnir eru með einfalt hljóðkerfi fyrir ræður og fyrirlestra. Píanó er í stærsta salnum og bar til að afgreiða vínveitingar.
Við hlið fundarsalana er fullkomið veislueldhús með öllum búnaði til að elda og framreiða mat og kaffiveitingar.
Skjávarpar eru í öllum sölum sem hægt er að samtengja, þar er einnig sýningartjald, þráðlausir hljóðnemar. Í stærsta salnum er svið, ræðupúlt og fatahengi. Gott hjólastólaaðgengi er í húsinu og næg bílastæði.
Á 3. hæð íþróttahússins er Lollastúka sem er 80 manna salur með útsýni yfir keppnisvöllinn.
Stórviðburðir og ráðstefnur í Origohöllinni
Íþróttasalur Vals - Origohöllin er 2050 fm. að stærð og hægt er að að halda 3400 manna tónleika, 2200 manna sitjandi fundi, 1456 manns veislur með langborðum og 1.050 manna veislur með hringborðum.
Við þennan fjölda er hægt að bæta 200 gestum ef svalir hússins eru líka notaðar. Auðvelt er einnig að setja salinn upp miðað við 400-600 manna veislur.
Leiga á búnaði fyrir veislur. Við eigum langborð, hringborð, standborð og stóla, allt eftir umfangi og sniðið að þörfum hvers og eins. Við bjóðum einnig uppá dúka í mörgum litum og stólaklæði til að gera veisluna enn glæsilegri. Þá leigjum við út allan borðbúnað fyrir minni og stærri veislur.