Tjarnarbíó er fallegt leikhús í miðbæ Reykjavíkur, staðsett við Reykjavíkurtjörn og Ráðhús Reykjavíkur
Húsið skiptist upp í Leikhússalinn og fallegan hliðarsal undir glerþaki sem notaður er fyrir veislur og móttökur.
Leikhússalurinn tekur 180 manns í sæti en hægt er að bæta við lausum stólum og tekur þá 250 manns.
Leikhússalurinn er leigður út fyrir sviðslistir, tónleika, fundi, ráðstefnur, útskriftir og bíósýningar
Salurinn er búinn ljósum, hljóðbúnaði, myndvarpa og sýningartjaldi. Athugið að háfaðamörk á sviðinu eru 96db.
Í anddyri er bar og fatahengi.
Einnig er hægt að bæta við hliðarsal Tjarnarbíós fyrir móttökur og veislur.
Aðgengi:
Fimm leiðir strætóa stoppa beint fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur sem er við hliðina á Tjarnarbíói. Leiðir 1,3,6,11 og 12. 
Fyrir þá sem koma á bíl er best að leggja í bílastæðahúsi Ráðhússins eða undir Hafnartorgi.
Gott aðgengi fyrir hjólastóla bæði í hliðarsalnum sem og leikhússalnum.
                                                                                                                                                                                                                
        
                    
                
                
                
                
                



