Í Petersen svítunni eru þrjú rými sem að hvert um sig rúmar 30-50 manns. Rýmin henta vel fyrir minni veislur, viðburði og fundi, en einnig er hægt að leigja alla svítuna fyrir stærri viðburði en þá rúmar hún allt að 150 manns.??
Frá Petersen svítunni er hægt að ganga út í þakgarð með fallegu útsýni yfir borgina.
Petersen svítan er opin dags daglega og fram á kvöld. Þar er boðið upp á glæsilegt úrval drykkja og veitinga. Petersen svítan hentar því afar vel fyrir hvers kyns viðburði í glæsilegu umhverfi.
Peter Petersen, bíóstjórinn sem stóð fyrir byggingu Gamla bíós árið 1926, lét einnig innrétta fyrir sig íbúð á efstu hæð hússins sem hann bjó í. Sú íbúð var á tímum óperunnar notuð fyrir saumastofur og æfingaherbergi en hefur nú verið breytt í bar og kaffihús með stærðarinnar útisvæði og 360° útsýni yfir borgina.
Starfsólk Gamla bíós veitir persónulega þjónustu og hjálpar þér að finna réttu rýmin fyrir þinn viðburð.