Hótel Kríunes

Veislusalir og fundarsalir við Elliðavatn

Þrír fundar og veislusalir með verönd og útsýni
Einstaklega fallegt umhverfi - við borgarmörkin
Ljúffengar veitingar frá veisluþjónustu Kríuness
Hljóðkerfi, Smart TV eða skjávarpi, flettitafla
Gisting í 20 herbergjum á hótelinu


Nánari upplýsingar
Hótel Kríunes er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi við borgarmörkin á Vatnsenda við Elliðavatn.

Boðið er uppá þrjá fallega og notalega sali sem heita Berg, Heiði og Dalur. Allir salirnir eru með einkaverönd með fallegu útsýni yfir Elliðavatn.

Salirnir eru útbúnir hljóðkerfi, SmartTV eða skjávarpa, flettitöflu, skrifblokk og pennum.
Salirnir leigast með veitingum en kaffi og te er innifalið. Salirnir eru ekki leigðir út lengur en til klukkan 18 til fundarhalda.

Ef um er að ræða kvöldviðburð eða stærri veislur vinsamlegast sendið okkur fyrirspurn eða hafið samband í síma 567-2245 varðandi tímasetningar.

Berg 20 manns
Berg er nýlega uppgert bjart og hlýlegt fundaherbergi sem tekur allt að 20 manns í sæti. Herbergið er útbúið með einkaverönd og setusvæði. Berg hentar vel fyrir minni fundi og samkomur.

Heiði 25 manns
Heiði er rúmgott fundarherbergi með stórbrotnu útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og Bláfjöll sem tekur allt að 25 manns í sæti. Heiði er útbúið með setusvæði og einkaverönd. Heiði hentar vel fyrir minni fundi og samkomur.

Dalur 60 manns
Dalur er rúmgóður salur með einkabar, setu- og salernissvæði og einkaverönd beint út af barnum með stórbrotnu útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og Bláfjöll. Dalur tekur auðveldlega sæti fyrir allt að 60 manns og er tilvalinn fyrir fundi, viðburði og veisluhöld.

Veitingar
Kríunes bíður upp á morgunverðapakka, ávaxtakörfur, tveggja rétta hádegisverð, síðdegiskaffi með köku og snittum og 3ja kvöldverð. Kríunes getur tekið að sér alla veisluþjónustu fyrir hópa við ýmis tækifæri, svo sem brúðkaup, afmæli, jólahlaðborð, erfidrykkjur og fleira. Kokkar Hótel Kríunes leggja metnað sinn í að matreiða allan mat frá grunni með ferskasta hráefni sem val er á hverju sinni.

Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn eða hringið í síma 567-2245 varðandi stærri viðburði og veislur.
Hótel Kríunes
Við Elliðavatn 203 Kríunesi Vatnsenda
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar