Laxá í Kjós - Sveitasetur

Einstök náttúrufegurð og glæsilegur húsakostur skapa þar hópum frábærar aðstæður

Örstutt frá Reykjavík
Einstök náttúrufegurð
Glæsilegur húsakostur
20 til 40 manns í gistingu
100 manns í mat
Ljúffeng matargerðarlist


Nánari upplýsingar
Sveitasetrið við Laxá í Kjós er örstutt frá Reykjavík og hentar við öll tækifæri. Húsið er nýtt og er glæsilegt í alla staði með stórglæsilegu útsýni.

Þar er stór og vandaður veislusalur sem tekur allt að 100 manns í sæti og býður gistingu fyrir allt að 40 manns.

Athugið! aðstaðan er ekki til leigu frá 15. júni til 25. september.

Hvalfjörður - Afþreying

Hvalfjörður er með fallegri fjörðum landsins en hefur svoldið fallið í gleymsku síðan göngin voru tekin í gagnið. Allir vita að örstutt er uppí Hvalfjörð og er margt skemmtilegt að sjá og gera í Hvalfirði. T.d. eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir s.s. fossinn Glymur í Botnsdal (hæðsti foss á Íslandi), Þyrill, Þyrilsnes, Hvalvatn, Hvalfell og Leggjabrjótur (sjá nánar).

Einnig er Samansafnið á Kiðafelli (fjölbreytt safn gamalla muna í viðeigandi umhverfi), Kaffi í Kjós þjónustumiðstöð, Neðri Háls lífræn framleiðsla og sala ,beint frá býli, kræklingafjörurnar í Hvalfirði og skórækt og gönguleiðir við Fossá.

Þá má ekki gleyma Ólafi Oddssyni á Stekkjarflöt en hann býður uppá, Lesið í skóginn, Tálgað í tré eða annarskonar upplyftingar og skemmtiverkefni. Bendum við á að hafa samband við Óla í síma 566-6296, eða oli@skogur.is en þetta er einungis nokkra mínútna göngutúr frá sveitasetrinu.

Á slóðum Írafellsmóra

Saga, menning og mannlíf í Kjós. Hernámsárin í Hvalfirði, Maríuhöfn, Staupasteinn,  Laxá í Kjós, Írafellsmóri, sögur úr sveitinni,  náttúruperlur og margt fleira.
Leiðsögn: Vigdís Ólafsdóttir , B.Sc. í ferðamálafræði
og leiðsögumaður. Fædd og uppalin í Kjós.
S: 696 3035

Laxá í Kjós - Sveitasetur
Kjós
Sími: Birta símanúmer
www.hreggnasi.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Laxá í Kjós - Sveitasetur in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar