Eyjafjallajökull er hannaður til að hýsa ýmiss konar viðburði og tilvalið er því að nýta salinn fyrir fundi, fyrirlestra, kynningar eða námskeið.
Salurinn er bjartur og hlýlegur. Staðettur á jarðhæð og býður því upp á gott aðgengi.
Salurinn er útbúinn allra nýjustu tækni fyrir fundi með góðu hljóðkerfi, ræðupúlti, tveimur skjávörpum og tveimur rafrænum skjávarpatjöldum sem hægt er að samtengja. Í salnum er þráðlaust internet, laser penni, flettitafla, blöð og pennar.
Fyrir framan fundarsalinn er rúmgott móttökusvæði með bar sem gott er að nýta fyrir fundarhlé. Útgengt er út í afgirtan garð bæði frá fundarsalnum og móttökusvæðinu. Þar er að finna borð og stóla sem fundargestir geta nýtt sér.
Úrval veitinga er í boði með fundarsalnum og hægt er að panta þær veitingar sem passa fyrir fundinn, hvort sem um morgunfund, hádegisfund eða heilsdagsfund sé að ræða.
Salnum er hægt að stilla upp á marga vegu:
• Skólastofa fyrir 60 manns í sæti
• Bíóuppstilling fyrir 80 manns í sæti
• Standandi móttaka fyrir 130 manns
• Veislusalur fyrir 64 manns í sæti
• Eyjafjallajökull er 100 m2 að stærð
Sendið okkur fyrirspurn eða hafið samband í síma til að fá nánari upplýsingar um salinn og fá matseðla.




