Spot hefur upp á að bjóða veislusal sem rúmar 300 manns í borðhald og allt að 900 manns í standandi veislu. Glæsilegt rými sem hægt er að nýta á ýmsa vegu og hentar vel fyrir afmæli, ráðstefnur, tónleika, starfsmannateiti, vörusýningar, árshátíðir og brúðkaupsveislur.
Á spot er frábært eldhús fyrir þá sem eru að leita eftir fullri þjónustu.
Veitingastaður Spot býður fjölbreyttan matseðil og eru kokkarnir í eldhúsinu mjög hugmyndaríkir þegar kemur að því að raða saman veislumatseðli.
Á staðnum er fyrsta flokks ljósa- og hljóðkerfi en Spot er á góðum stað í Kópavogi, með þægilegu aðgengi og nægum bílastæðum.
Hafðu samband og fáðu dæmi um hópmatseðla og tilboð.



