Ölver í Glæsibæ er einstaklega góður fjölnota veislu- og viðburðasalur staðsettur miðsvæðis í Reykjavík.
Ölver rúmar 150 manns til borðs og um 200 manns í standandi veislur. Í öðrum enda salarins er svið með ljósum og góðu hljóðkerfi fyrir tal og tónlist. En í hinum enda salarins er rúmgóður fullbúinn bar þar sem veitingar eru bornar fram.
Góð ljósastýring er í salnum en einnig er hægt að draga frá gluggatjöld til að njóta náttúrulegrar birtu.
Í salnum eru skjáir, myndvarpi og sýningartjald sem hægt er að nýta í veislum.
Svið og dansgólf
Mögulegt er að raða borðum upp á mismunandi hátt eftir tilefni og útbúa dansgólf framan við sviðið.
Veitingar og veisluþjónusta er keypt af staðnum.
Gott aðgengi er að salnum og gengið er beint inn í salinn frá gangstétt um sérinngang sem er aðskilin frá annarri starfsemi á staðnum. Fyrir utan eru næg gjaldfrjáls bílastæði.
Salurinn er góður fyrir árshátíðar, jólahlaðborð og fyrirtækjaviðburði. Einnig fyrir brúðkaupsveislur, afmæli, útskriftaveislur og stærri fermingarveislur.
Salurinn hentar líka vel fyrir tónleika, menningarviðburði og uppistand.
Ölver býður einnig upp á smærri sali og Karaoke herbergi sem auglýst verða hér síðar.






