Tíminn Café og Bar
Tíminn er fallegt og vandað kaffihús og Bar að Borgartúni 29 í Reykjavík. Staðurinn er hlýlegur með notalegum húsgögnum og fallegri birtu.
Tíminn fyrir fundinn
Á staðnum eru 3 góð fundarherbergi sem hægt er að leigja til að vera í góðu næði. 4 manna, 6 manna og 10 manna. Fundarherbergin eru vel útbúin með stórum skjá sem hægt er að tengja við tölvu, tússtöflu og þægilegum húsgögnum. Hægt er að panta veitingar inn á fundarherbergin. Herbergin eru hljóðdempuð og milligluggar skyggjast þegar hurð er lokuð.
Fundarherbergin henta vel fyrir þá sem vilja t.d. halda góðan morgunverðarfund eða hádegisfund í góðu næði.
Tíminn fyrir morgunverð
Á morgnanna er Tíminn vinsæll morgunverðarstaður þar sem boðið er upp á einstakleg gott kaffi og fjölbreytta kaffidrykki, gott te og ferska nýkreista ávaxtasafa, ásamt heitum focaccia samlokum.
Seinni part dags er Tíminn upplagður til að koma saman og slaka á með kaldan drykk, kokteil eða bjór.
Tíminn fyrir veislur og viðburði
Á kvöldin er allur staðurinn leigður út fyrir einkaveislur og viðburði. Staðurinn tekur allt að 60 manns í veislur.
Fyrir miðju er barinn þar sem veitingar eru framreiddar. Þar eru þægilegir hægindastólar og rúmt gólfpláss fyrir fólk að safnast saman á. Þá er hægt að opna inn í einkaherbergin fyrir notalega samverustund í næði.
Hljóðkerfi er á staðnum fyrir góða tónlist og falleg hönnun og lýsing gerir veisluna enn skemmtilegri.
Gott aðgengi er að húsinu beint inn af gangstétt og næg bílastæði gerir Tímann að frábærum stað til að halda veislur og viðburði miðsvæðis í Reykjavík.
Tíminn hentar best fyrir léttan pinnamat og veislubakka og hægt er að leigja staðinn með eða án veitinga. Drykkir eru seldir á hagstæðu verði fyrir hópa.
Staðurinn allur hentar einstaklega vel fyrir útskriftaveislur, afmæli, reunion, starfsmannaveislur. Létt kokktailpartý, opnanir og menningarviðburði.


















