Tíminn fyrir veislur

Tíminn Café Bar

60 manns í veislur
Miðsvæðis í Reykjavík
Gott aðgengi og næg bílastæði
Þægileg húsgögn og falleg birta
Leigist með eða án matarveitinga
Hljóðkerfi fyrir tónlist
Einkaherbergi
3 fundarherbergi með skjá


Nánari upplýsingar

Tíminn Café og Bar
Tíminn er einstaklega fallegt og vandað kaffihús og Bar að Borgartúni 29 í Reykjavík. Staðurinn er hlýlegur með notalegum húsgögnum og fallegri birtu.

Tíminn fyrir veislur og viðburði
Á kvöldin er Tíminn leigður út fyrir einkaveislur og viðburði. Staðurinn tekur allt að 60 manns í veislur og þar eru meðtalin 3 rými fyrir 4, 6 eða í 10 gesti í sæti.
Fyrir miðju er barinn þar sem veitingar eru framreiddar. Þar eru þægilegir hægindastólar og rúmt gólfpláss fyrir fólk að safnast saman á. Þá er einnig hægt að opna inn í einkaherbergin fyrir notalega samverustund og fund í næði.

Hljóðkerfi er á staðnum fyrir góða tónlist og falleg hönnun og lýsing gerir veisluna enn skemmtilegri.

Gott aðgengi er að húsinu beint inn af gangstétt og næg bílastæði gerir Tímann að frábærum stað til að halda veislur og viðburði miðsvæðis í Reykjavík.

Tíminn hentar best fyrir léttan pinnamat og veislubakka og hægt er að leigja staðinn með eða án veitinga.

Drykki eru seldir á hagstæðu verði fyrir hópa.

Staðurinn hentar einstaklega vel fyrir útskriftaveislur, afmæli, reunion, starfsmannaveislur. Létt kokktailpartý, opnanir og menningarviðburði. 

Einnig hentar staðurinn sérlega vel fyrir þá sem vilja koma saman í næði og fá sér drykk eða halda fund í fundarherbergjunum með skjá.

Tíminn fyrir morgunverð
Á morgnanna er Tíminn vinsæll morgunverðarstaður þar sem boðið er upp á einstakleg gott kaffi og fjölbreytta kaffidrykki, gott te og ferska nýkreista ávaxtasafa, ásamt heitum focaccia samlokum.

Seinni part dags er Tíminn upplagður til að koma saman og slaka á með kaldan drykk, kokteil eða bjór.

Tíminn fyrir fundinn
Á staðnum eru 3 góð fundarherbergi sem hægt er að leigja til að vera í góðu næði. 4 manna, 6 manna og 10 manna. Fundarherbergin eru vel útbúin með stórum skjá sem hægt er að tengja við tölvu, tússtöflu og þægilegum húsgögnum. Hægt er að panta veitingar inn á fundarherbergin. Herbergin eru hljóðdempuð og milligluggar skyggjast þegar hurð er lokuð.


Tíminn fyrir veislur
Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar