Sjáland hefur um margra ára skeið boðið upp á tvo af glæsilegri veislusölum landsins við sjávarsíðuna í Garðabæ.
Sjáland er á einstökum stað með útsýni yfir hafið, þar sem hægt er að halda glæsilegar veislur og viðburði,
Boðið er uppá tvo veislusali á Sjálandi.
Stóri salurinn hentar fyrir stærri veislur og viðburði og tekur um 170 manns í sæti og allt að 350 manns í standandi veislur. Salurinn er með ljósabúnað, skjávarpa og vönduðu hljóðkerfi sem hentar vel fyrir tónlist, ræður og skemmtiatriði.
Bístró salurinn tekur 80 manns í sæti og allt að 150 manns í standandi viðburði. Salurinn hentar því vel fyrir smærri veislur og viðburði
Bístró salurinn býður einnig upp á glæsilega útiaðstöðu þar sem hægt er að njóta útsýnis og sjávarsíðunnar þar sem hægt er að setja upp borð og stóla.
Báðir salirnir eru með sérinngang og aðgengi að útisvæði sem gefur gestum aukið rými, skemmtilega upplifun og enn fleiri möguleika.
Í báðum sölum eru fatahengi, bar og salerni sem tryggir hámarks þægindi fyrir gesti.
Mögulegt að sameina salina fyrir stærri viðburð
Fyrir stærri viðburði er hægt að sameina salina í eitt stórt veislurými sem eykur möguleikana enn frekar.
Yfirkokkur Sjálands er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og hefur hann umsjón með matseðli og áherslum í mat og drykk. Þar má búast við mat sem er rómaður fyrir gott bragð og magnaða framsetningu og fagmennsku í hverju smáatriði.
Sjáland hentar vel fyrir árshátíðar, fyrirtækjaskemmtanir, jólahlaðborð. Brúðkaup, afmæli og fermingarveislur. Einnig fyrir ráðstefnur, fundi.