Turninn veislusalur
Á nítjándu hæð í Turninum við Smáratorg er veislusalur með einstöku útsýni allt frá Bláfjöllum og út á Faxaflóa.Salurinn tekur 130 manns til borðs og allt að 200 manns í standandi veislur og viðburði, dekkaður upp með 10 manna hringborðum.
Í salnum er bar og góð framreiðsluborð fyrir veitingar og þar er veislueldhús Lux veitinga sem sjá um fjölbreyttar og ljúffengar matarveitingar í salnum.
Turninn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með góðu aðgengi og nægum bílastæðum.
Turninn hentar vel fyrir brúðkaupsveislur, fermingarveislur, afmæli og útskriftaveislur. Einnig er Turninn góður fyrir fyrirtækjaskemmtarnir og árshátíðir.
                                                     
                     
                 
                 
                 
                 
                 
                 
                






 
        