Bingó Bar

Veislur og viðburðir við Skólavörðustíg

50 manns í sæti
60-70 manns í standandi viðburði
Mögulegt að koma með eigin matarveitingar
Bílastæði við innganginn
Staðsett í miðbæ Reykjavíkur
Lágmarksuppæð versluð af barnum


Nánari upplýsingar

Bingó við Skólavörðustíg er spennandi staður fyrir veislur og viðburði. Staðurinn rúmar um 50 manns í sæti og hentar vel fyrir allt að 70 manns í standandi viðburð.

Bingo er ekki hefðbundin veislusalur heldur bar í miðbæ Reykjavíkur. Til að taka staðinn frá fyrir hóp er samið um lágmarksupphæð sem þarf að versla af barnum sem gengur þannig upp í leigu.

Til að fá nákvæmt verð þurfum við að fá dagsetningu, tímasetningu, gestafjölda og hvað ykkur langar að bjóða uppá. Erum opin fyrir alls kyns viðburðum yfir allan daginn. 

Það er ódýrara er að vera með staðinn fyrri part dags

Salurinn er innréttaður í retro-stíl þar sem gömul húsgögn og fallegir húsmunir mynda góða stemningu. 

Fyrir miðju er eyja þar sem hægt er að bjóða fram veitingar eða nota sem standborð með háum stólum.

Bingó er staðsettur við Skólavörðustíg 8, í miðbæ Reykjavíkur en gengið er inn í húsið frá bílastæðinu Bergstöðum að baka til. 

Boðið er uppá fjórar tegundir af bjór á krana, flottur kokteilaseðill, rautt, hvítt og freiðivín og flott úrval af óáfengum drykkjum.

Mögulegt er að koma með eigin matarveitingar svo sem veislubakka eða fingramat, en alla drykki þarf að kaupa af staðnum.

Bingó Barinn hentar mjög vel fyrir útskriftaveislur, starfsmanna hitting, afmæli, reunion og fyrir hópa sem vilja koma saman áður en haldið er út á næturlíf borgarinnar.

Salurinn er alla jafnan laus um miðjan dag og fram á kvöldið og vinsælt að vera með hann fyrir til dæmis útskriftaveislu frá klukkan 17:00 - 20:00

Bingó Bar
Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar