Salurinn er er bjartur og fallegur með borðum og þægilegum stólum sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt ýmist með langborðum fyrir veislur, skólastofu uppstillingu fyrir fundi sem og leikhús uppstillingu fyrir fundi og fyrirlestra og þá er auðvelt að bæta við stólum.
Í salnum er skjávarpi og stórt sýningartjald ásamt hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Framan við húsið eru næg bílastæði og gott aðgengi.
Salurinn er á annarri hæð með lyftu. Á hæðinn er þó hægt að ganga út á litla verönd við salinn.
Móttökueldhús með leirtaui uppþvottavél, hellu og kaffi vél er á staðnum.
Salur hentar mjög vel fyrir fermingarveislur, skírnarveislur, erfidrykkju og allar þær veislur sem ekki er boðið upp á áfengi því það er ekki leyft í salnum.
Salurinn er frábær fyrir fundi, húsfundi, fyrirlestra, námskeið, kennslu og minni ráðstefnur.
Einnig hentar salurinn fyrir danskennslu, jóganámskeið og fleira.
Athugið: áfengi er ekki leyft í salnum.