Risloftið
Risloftið er nettur fjölnota samkomusalur að Grensásvegi 8. Salurinn rúmar 50 manns til borðs og er leigður út án veitinga.Ný borð og stólar eru í salnum sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt eftir tilefni. Ýmist sem langborð fyrir allt að 24 manns, veisluuppsstillingu fyrir allt að 50 manns. Skólastofu eða leikhúsuppstillingu fyrir fyrirlestra, tónleika eða kennslu.
Eldhús
Í salnum er lítið eldhús með ísskáp, litlum bakarofni og örbylgjuofni. Leirtau er í eldhúsi ásamt uppþvottavél.
Svalir
Hægt er að opna út á litlar svalir fyrir ferskt loft.
Í lofti eru LED ljós sem hægt er að stýra birtu og lit.
Píanó, hljóðkerfi og skjávarpi
Rafmagnspíanó er í salnum og Bose hátalari fyrir tal og tónlist ásamt hljóðnema. Skjávarpi og sýningartjald fylgja með.
Bílastæði og lyfta
Gott að gengi er að húsinu með nægum bílastæðum og lyftu upp á Risloftið.
Fjölnota salur
Salurinn hentar fyrir fermingarveislur, erfidrykkjur, spilakvöld, matarboð og kokteilboð
Einnig fyrir litlar árshátíðar, starfsmannafögnuði, bjórkvöld, og afmæli.
Salurinn góður fyrir fundi, kennslu, fyrirlestra, órafmagnaða tónleika, kóræfingar.