Risloftið

Nettur fjölnota samkomusalur við Grensásveg

50 manns til borðs
Leigður út án veitinga
Lítið eldhús
Svalir
Tvö salerni
Skjávarpi og sýningartjald
Bose hátalari og hljóðnemi
Píanó
Lyfta
Næg bílastæði aftan við húsið


Nánari upplýsingar

Risloftið
Risloftið er nettur fjölnota samkomusalur að Grensásvegi 8. Salurinn rúmar 50 manns til borðs og er leigður út án veitinga.

Ný borð og stólar eru í salnum sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt eftir tilefni. Ýmist sem langborð fyrir allt að 24 manns, veisluuppsstillingu fyrir allt að 50 manns. Skólastofu eða leikhúsuppstillingu fyrir fyrirlestra, tónleika eða kennslu.

Eldhús
Í salnum er lítið eldhús með ísskáp, litlum bakarofni og örbylgjuofni. Leirtau er í eldhúsi ásamt uppþvottavél.

Svalir
Hægt er að opna út á litlar svalir fyrir ferskt loft.

Í lofti eru LED ljós sem hægt er að stýra birtu og lit.

Píanó, hljóðkerfi og skjávarpi
Rafmagnspíanó er í salnum og Bose hátalari fyrir tal og tónlist ásamt hljóðnema. Skjávarpi og sýningartjald fylgja með.

Bílastæði og lyfta
Gott að gengi er að húsinu með nægum bílastæðum og lyftu upp á Risloftið.

Fjölnota salur
Salurinn hentar fyrir fermingarveislur, erfidrykkjur, spilakvöld, matarboð og kokteilboð

Einnig fyrir litlar árshátíðar, starfsmannafögnuði, bjórkvöld, og afmæli.

Salurinn góður fyrir fundi, kennslu, fyrirlestra, órafmagnaða tónleika, kóræfingar.

 

Risloftið
Grensásvegur 8, 108 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar