Einkaherbergið er mjög glæsilegt með mikilli lofthæð og sérsmíðuðu 12 manna hringborði með snúningsplötu.
Á veggnum er nettengdur skjár sem auðvelt er að tengjast ásamt hljóðkerfi og stillanlegri lýsingu. Einnig er hægt að draga gardínur fyrir til að hafa fullkomið næði.
Best er að ganga að aftanverðu inn í Kringluna og hægt er að opna beint inn í einkaherbergið fyrir þá sem þess óska eða ganga um aðalinngang Finnsson Bistro.
Boðið er upp á ljúffengar veitingar og úrval af góðum vínum með þjónustu í rýmið.
Við hliðina á Einkaherberginu er Búbbluskálinn hægt er að opna á milli ef fjölgar í hópnum.
Einkaherbergið hentar vel fyrir þá sem vilja funda og njóta um leið góðra veitinga. Einnig gott fyrir þá sem vilja borða saman í góðu næði.
Rýmið hentar líka mjög vel fyrir þá sem ætla að fara í Borgarleikhúsið. Koma fyrir sýningar og njóta ljúffengra veitinga og drykkja í fallegu umhverfi.