Eftir klukkan 18:00 er staðurinn leigður út í veislur og einkasamkvæmi.
Leigður með eða án veitinga
Reykjavík Röst tekur um 75 manns í sæti. Staðurinn er fallega innréttaður og með útsýni yfir höfnina.
Á staðnum er bar og sambland af stólum við borð, sófum og hægindastólum sem mynda afslappaða og notalega stemningu.
Gengið er beinnt inn í salinn frá bryggjunni en framan við innganginn eru bekkir sem hægt er að nýta á góðviðrisdögum.
Boðið er uppá ýmsa smáretti og drykki af bar en þau sem vilja koma sjálf með veitingar í veisluna eru velkomin að gera það.
Salurinn leigist frá því klukkan 18:00 á daginn til klukkan 23:00 á kvöldin,
Reykjavík Röst hentar vel fyrir útskriftir, afmæli, fyrirtækjahópa, smærri brúðkaup og fermingarveislur.
Staðurinn hentar einnig vel fyrir þá sem vilja koma saman áður en haldið er út á lífið í miðbænum.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.