KVAN salurinn

Góður fjölnota salur á Kársnesi Kópavogi

40 manns til borðs
50+ í leikhús uppstillingu
Sér inngangur beint frá bílastæði
Stór snertiskjár sem hægt er að skrifa á
Eldhúsinnrétting fyrir kaffiveitingar
Lítið viðtalsherbergi framan við salinn
Hægt að opna stóra glugga út á verönd
Mjög góð aðkoma
Næg bílastæði
Fallegar innréttingar


Nánari upplýsingar
KVAN salurinn
Kvan salurinn er nýuppgerður og góður fundarsalur miðsvæðis á Kársnesinu í Kópavogi. 

Salurinn er staðsettur á neðri hæð Safnaðarheimilis Kópavogskirkju en gengið er er beint inní húsið frá bílastæði á neðri hæðinni.

Kvan salurinn tekur um 40 manns í sæti við borð en rúmlega 50 manns þegar raðað er upp í leikhúsuppstillingu.
Mögulegt er að raða upp stólum og borðum á ýmsan hátt eftir tilefni, U-borð uppstilling, skólastofu uppstilling eða leikhús uppstilling svo eitthvað sé nefnt.

Í salnum er stór og fullkominn snertiskjár. Skjárinn er nettengdur og mögulegt er að skrifa á skjáinn glósur og skýringar á meðan fundi stendur.

Eldhúsinnrétting með vask og ísskáp eru í salnum ásamt kaffikönnu.

Við enda rýmissins eru stórir gluggar sem hægt er að opna út á veröndina framan við salinn.

Í anddyri er lítið viðtalsherbergi fyrir allt að 4 stóla, fatahengi og salernisaðstaða.

Salurinn hentar mjög vel fyrir fundi, fyrirlestra, kennslu og námskeið. Salurinn er upplagður fyrir húsfundi og félagasamtök. Jafnvel væri hægt að nota salinn fyrir jóganámskeið.

KVAN salurinn
Hábraut 1a, 200 Kópavogur
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar