KVAN salurinn
Kvan salurinn er nýuppgerður og góður fundarsalur miðsvæðis á Kársnesinu í Kópavogi.
Salurinn er staðsettur á neðri hæð Safnaðarheimilis Kópavogskirkju en gengið er er beint inní húsið frá bílastæði á neðri hæðinni.
Kvan salurinn tekur um 40 manns í sæti við borð en rúmlega 50 manns þegar raðað er upp í leikhúsuppstillingu.
Mögulegt er að raða upp stólum og borðum á ýmsan hátt eftir tilefni, U-borð uppstilling, skólastofu uppstilling eða leikhús uppstilling svo eitthvað sé nefnt.
Í salnum er stór og fullkominn snertiskjár. Skjárinn er nettengdur og mögulegt er að skrifa á skjáinn glósur og skýringar á meðan fundi stendur.
Eldhúsinnrétting með vask og ísskáp eru í salnum ásamt kaffikönnu.
Við enda rýmissins eru stórir gluggar sem hægt er að opna út á veröndina framan við salinn.
Í anddyri er lítið viðtalsherbergi fyrir allt að 4 stóla, fatahengi og salernisaðstaða.
Salurinn hentar mjög vel fyrir fundi, fyrirlestra, kennslu og námskeið. Salurinn er upplagður fyrir húsfundi og félagasamtök. Jafnvel væri hægt að nota salinn fyrir jóganámskeið.