Salurinn er á jarðhæð City Center Hotel við Austurstæti 6.
Einnig er hægt að ganga beint inn í salinn frá Vallarstræti.
The Lounge tekur um 50 manns í veislur og er einstaklega fallega innréttaður með bar í salnum, og hljóðkerfi fyrir tónlist.
Í salnum eru nokkur háborð til að standa við eða sitja, ásamt sófum og þægilegum stólum sem gerir salinn sérstaklega góðan fyrir móttökur, opnanir og samkomur þar sem afslöppuð "lounge" stemmning gerir góða veislu.
Boðið er uppá að kaupa drykki á góðu verði á barnum
og hægt er að koma með sínar eigin matarveitingar pinnamat eða veislubakka.
Salurinn hentar því mög vel fyrir útskriftaveislur, afmæli, fyrirtækjahópa og þá sem vilja koma saman í flottu umhverfi áður en haldið er út á næturlífið í miðborginni.
Salurinn hentar einnig vel fyrir smærri veislur, fermingarveislur, erfidrykkjur og brúðkaupsveislur.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.