PORT Reykjavík - Kolaportið

Lokað sem stendur

300 manns í sitjandi borðhaldi
600 manns í standandi viðburði
480 manns í leikhúsuppstillingu
Hentar einnig vel fyrir 50 - 100 manns
Bar og framreiðsluborð í salnum
Mögulegt að stækka og minnka rými með drapperingum
Hægt að leigja ljósabúnað til að skapa réttu stemninguna
Hljóðkerfi fyrir tónlist, Myndvarpi eru leigð sér.
Hjólastóla aðgengi
Gengið inn hafnarmegin - frá Geirsgötu


Nánari upplýsingar


Athugið ! Salurinn er lokaður sem stendur
nánari upplýsingar koma síðar


PORT Reykjavík
er fjölnota veisluaðstaða og viðburðarými í miðbæ Reykjavíkur staðsett í Kolaportinu við Hafnartorg.

Aðstaðan býður upp á mjög fjölbreytta notkun. Rými eru stækkuð eða minnkuð með drapperingum eftir þörfum og nýtist þannig fyrir viðburði hvort sem gestafjöldi væri 50 manns eða 600 manns. 

PORT Reykjavík er með sérkjör við tækjaleigur sem að viskiptavinir njóta góðs af til þess að gera viðburðinn enn veglegri í ljósi og hljóði

Salurinn tekur allt að 600 manns í standandi viðburði en miðað er við allt að 300 manns í sitjandi borðhald.
Einnig er hægt að raða 480 stólum upp í leikhús uppstillingu.

Stór og flottur bar er fyrir miðju og þar er einnig framreiðsluborð fyrir matarveitingar.

Allar vínveitingar eru frá Port Reykjavík, ýmsir möguleikar í boði á góðu verði. Sérmerktir bjórar, hanastél, léttvín í hæsta gæðaflokki og allt þar á milli.

Sér inngangur í PORT Reykjavík er frá Tryggvagötu og þeim megin er útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.
 
PORT Reykjavík hentar fyrir litla viðburði eða stóra, árshátíðar, dansleiki, tónleika, menningarviðburði, uppistand.

Kolaportið er flottur staður fyrir fyrirtækjaskemmtanir, háskólaviðburði og þá sem vilja njóta þess að vera í miðbæ Reykjavíkur með viðburði sem tekið er eftir.

©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.



PORT Reykjavík - Kolaportið
Tryggvagata 19, 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort