Aðkoman í portið er falleg og nýtist það sem útisvæði fyrir gesti framan við salinn. Hægt er að draga markísu yfir portið ef færi að rigna.
Hönnun staðarins, lýsing, innréttingar og litir hafa framandi yfirbragð og leggja til sérstaklega hlýlega og góða stemningu í veisluna.
Staðurinn er opinn sem vínbar frá þriðjudögum til sunnudags frá 16:00 - 23:00 og býður uppá Happy Hour frá 16:00 - 18:00.
En það er mögulegt að leigja staðinn í einkasamkvæmi fyrir hópa. Þá er staðnum lokað á meðan fyrir aðra gesti.
Einnig er hægt að bóka staðinn seinnipart dags fyrir t.d útskriftarveislur, afmæli, fyrirpartý og fleira.
Miðað er við að kaup á veitingum fyrir ákveðna lágmarks upphæð gangi upp í leigu.
Allar vínveitingar í veisluna koma frá Port 9. Einnig er boðið upp á úrval smárétta sem henta vel með drykkjum.
Veitingaleyfi fyrir 50 manns.
Port 9 hentar vel fyrir smærri veislur og viðburði, Brúðkaup, opnanir, menningarviðburði, útskriftarveislur.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.