Salurinn er innréttaður í gömlu verksmiðjuhúsnæði með mikilli lofthæð og grófu yfirbragði. Stórir verksmiðjugluggar gefa skemmtilega birtu inn í salinn og flott ljós í loftum gefa einstaka sjónræna stemningu.
Í salnum er svið fyrir hljómsveitir, uppákomur og skemmtiatriði ásamt hljóðkerfi fyrir tal og tónlist. Borðum hægt að raða þannig upp að það myndast dansgólf framan við sviðið.
Ægir 220 býður uppá fjölbreytt og gott úrval af sér-brugguðum gæðabjór frá Ægi brugghúsi og mögulegt að kaupa bjórkúta á góðu verði.
Gott aðgengi er inní salinn og nóg af bílastæðum og fram undan er að smiða sólpalla framan við húsið sem verða tilbúnir vor 2024.
Ægir 220 er staður til að halda viðburð sem tekið er eftir enda með skemmtanaleyfi til klukkan 03:00
Dansleikir, brúðkaupsveislur, árshátíðar, jólahlaðborð. Fyrirtækja viðburði, afmæli, útskriftaveislur.
Einnig hentar salurinn mjög vel til tónleikahalds og menningarviðburða.
©www.salir.is