Að Brautarholti 2 er mjög góður fundarsalur fyrir allt að 10 manns. Salurinn er hluti af Reykjavík Roasters kaffihúsinu en með sérinngangi til hliðar við aðalinngang.
Tíu þægilegir fundarstólar eru við langborð en við enda borðs er flatskjár sem hægt er að tenga við tölvu.
Í salnum er aðstaða til að hella uppá kaffi eða te. Einnig er hægt að panta kaffiveitingar og/eða kaffiþjón frá Reykjavík Roasters.
Fundarherbergið hefur glæsilegt yfirbragð og gott næði.
Salurinn hentar mjög vel fyrir vinnufundi, kynningar, sölufundi, námskeið og kennslu.
Reykjavík Roasters býður uppa ljúffengar kaffiveitingar sem hægt er að panta í salinn. Fyrir hádegisverð er örstuttur gangur niður á Hlemm Mathöll.