Því miður eru þau hætt starfsemi.
Lola Florens er einstakur staður að Garðastræti 6, í miðbæ Reykjavíkur.
Staðurinn er sambland af flottri Vintage verslun og afar rómantísku kaffihúsi og bar.
Mögulegt er að vera með smærri hópa í einkasamkvæmi á neðri hæð, panta drykki og mat á staðnum eða koma sjálf með matinn og kaupa aðeins drykkina.
Einnig er hægt loka húsinu og vera með allan staðinn fyrir einkasamkvæmi.
Staðurinn er í miðbæ Reykjavíkur og er því fullkominn til að hittast, fá sér freyðandi drykki, áður en haldið er út á næturlíf miðbæjarins.
Lóla Florens hentar vel fyrir Prosecco partý, útskriftaveislur, afmæli, gæsaveislur, vinahópa og vinnustaðahópa sem vilja koma saman og njóta góðrar stundar í fallegu umhverfi.
Þess má geta að boðið er uppá Tarotlestur fyrir hópa.
©www.salir.is