Smiðjan Fundarherbergi

Borgarbókasafnið Menningarhús Úlfarsárdal

16-20 manns við langborð
Stór flatskjár með hljóði og tölvutengi
Vaskur og vinnuborð
Hægt að stækka salinn inní tölvuherbergi
Gott aðgengi að húsinu
Stór fjölnota salur á hæðinni
Sundlaug heitir pottar á staðnum
Kaffiaðstaða


Nánari upplýsingar

Smiðja og Skemman
Í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal er gott fundar- og vinnuherbergi til leigu. Herbergið tekur um 16-20 manns og hægt er að sitja við langborð, raða upp í skólastofu eða setja upp í leikhús uppstillingu, allt eftir hvað hentar.

Fundarherbergið er búið vönduðum skjá með hljóði sem hægt er að tengja við tölvu. Í rýminu er einnig vaskur með vinnuborði.

Til hliðar við Smiðjuna er Skemman tölvuherbergi sem gjarnan er notað við tölvukennslu og námskeið.
Hægt er að opna á milli herbergjana og gera að einu samfeldu rými.

Verðskrá fyrir Skemmuna og Smiðjuna 
Leiga virka daga, 1/2 dagur - kr. 18.000 
Leiga virka daga, heill dagur - kr. 28.000 
Leiga virka daga, (kvöld 18-22) - kr. 25.000 Helgarleiga - kr. 40.000 dagur/kvöld.

Miðgarður
Á hæðinni er Miðgarður. Miðgarður er stór  fjölnota salur 200 fermetrar að stærð og rúmar allt að 160 manns.  Salurinn er búinn lausum stólum og færanlegri sviðsupphækkun sem býður uppá sveigjanlega uppstillingu.  Að bakatil er aðstaða fyrir listamenn.

Í salnum er gott hljóðkerfi, myndvarpi og sýningartjald og stýranleg lýsing sem og nýr flygill.


Salurinn hentar vel fyrir fundi, námskeið, fyrirlestra, og kennslu.

Salirnir eru hluti af miðstöð mennta, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal, 113 Reykjavík, nánar tiltekið í þeim hluta hússins sem við köllum Miðdal (Borgarbókasafn, Dalslaug). Miðstöðin liggur neðst í Úlfarsárdalnum til móts við Grafarholt. Sjá nánar.



Smiðjan Fundarherbergi
Úlfarsbraut 122 -124, 113 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar