Lava Lounge
Lava Lounge var hönnuð með hlýlegar og persónulegar samverustundir í huga þar sem gestir njóta líðandi stundar umkringdir hrífandi útsýni lónsins.
Fundar- og veislusalir Bláa Lónsins
Með
stórbrotnu útsýni og náttúrulegri útlitshönnun bjóða fundar- og
veislusalir Bláa Lónsins upp á einstakt og skapandi umhverfi fyrir hvers
kyns viðburði.
Við bjóðum fjögur glæsileg
rými til margvíslegra nota sem útbúin eru nýjustu tækni. Hvert sem
tilefnið þá er töfrandi og steinefnaríkt vatnið skammt undan og gestir
geta dýft sér í lónið til að endurnýja kraftanna eftir daginn.
Haltu einstakan viðburð í einu af undrum veraldar.
Sendið okkur fyrirspurn og við munum með ánægju veita þér upplýsingar og aðstoð við að skipuleggja farsælan og minnisstæðan viðburð í Blue Lagoon Iceland.