Veislusalurinn er í hlöðunni og tekur um 130 manns við langborð ásamt því að geta verið með háborð fyrir miðju.
Salurinn er vel útbúinn með sviði og hljóðkerfi fyrir tal og tónlist. Píanó fyrir undirspil og myndvarpa og sýningartjaldi.
Gott móttökueldhús er á staðnum ásamt fallegu rými fyrir hlaðborð, sófahornum og bar.
Fyrir utan er eldstæði sem gerir stemninguna einstaka ásamt því að til er mikið til að fallegum efni til skreytinga, ljós, kertastjakar og fleira til að skapa veisluna eftir þínum óskum.
Gisting fyrir 16 og einka tjaldstæði
Á staðum er gisting fyrir allt að 16 manns en einnig er hægt að vera með einka tjaldstæði fyrir þá sem það vilja. Í nágrenni Eyvindartúngu eru einnig margir staðir sem bjóða uppá gistingu.
Eyvindartunga er eflaust nær fullkomin staður fyrir sveitabrúðkaup og hægt er að vera með staðinn á leigu frá föstudagi til sunnudags og geta þannig notið helgarinnar saman.
Einnig er staðurinn mjög góður fyrir afmæli, árshátíðar, fermingarveislur, og fyrirtækjaferðir. Hópefli, fundi og námskeið.
Sendið okkur fyrirspurn fyrir nánari upplýsingar.