Staðurinn er einstaklega spennandi og góður til veisluhalda. Með leyfi fyrir allt að 110 manns í standandi veislur en er með sæti fyrir 80 - 90 manns.
Forrýmið er mjög glæsilegt með framreiðsluborði og bar. Sófum og borðum til að sitja við, sem hægt er að raða upp á ýmsa vegu eða hafa sem opið rými fyrir standandi veislu.
Gengið er upp nokkrar tröppur í innra rýmið þar eru bæði borð og stólar ásamt sófum.
Upphækkunin hentar vel fyrir ræðuhöld og ná þar til allra í salnum.
Hljóðkerfi er á staðnum fyrir tal og tónlist.
Innst inni eru fundar- og veislurými með langborði fyrir allt að 25 manns. Þar er skjávarpi og sýningartjald. Fundarrýmið hentar vel fyrir námskeið og fundi. Einnig er hægt að vera þar með hóp án endurgjalds þegar veitingar eru keyptar af Bókasamlaginu. Bóka þarf fundarherbergið á opnunartíma.
Í veislum myndast gott flæði og skemmtileg stemning
og staðurinn er því einstaklega góður fyrir útskriftarveislur, fermingarveislur, afmæli. Brúðkaupsveislur, móttökur og menningarviðburði.
Tekið skal fram að húsið er leigt til klukkan 23:00 á kvöldin.
©www.salir.is