Ingólfshvoll
Ingólfshvoll er staðsett rétt fyrir utan Hveragerði í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.Salurinn er tvískiptur veislusalur fyrir allt að 200 manns til borðs. Salurinn er fallega innréttaður með setustofu og bar og hægt er að vera með annað rýmið sem forsal þar sem hægt er að vera með léttar veitingar, fordrykk og ljósmyndakassa, en dekka síðan upp fyrir allt að 120 manns í veislusalnum.
Einnig er hægt að dekka upp í báðum rýmum og vera þá með allt að 200 manns til borðs.
Boðið upp á að leigja veislusalinn án veitinga og nýta veislueldhús staðarins fyrir undirbúning.
Fyrir þá sem vilja kaupa veitingar á staðnum þá er hægt að fá vandaða veisluþjónustu á vegum Ingólfshvols.
HorseDay höllin
HorseDay höllin er fullbúinn 1600fm fjölnota viðburðasalur sem tekur allt að 500 manns. Ef óskað er að halda stórveislur í höllinni þá þarf að leigja áhöld og gólfefni allt eftir tilefni.
Salurinn er tæknilega vel búinn með myndvörpum, hljóðkerfi og ljósabúnaði. En gott er að fá nánari upplýsingar varðandi tilefni til að mæta þörfum og óskum varðandi viðbótarbúnað.
Ingólfshvoll hentar fyrir veislur með sitjandi borðhaldi, Brúðkaupsveislur, kokteilboð, fyrirtækja og starfsmannaferðir, árshátíðar, afmæli, fermingar eða stórviðburði á borð við tónleika, sýningar og menningarviðburði í HorseDay höllinni.
©www.salir.is