20&Sjö mathús & bar
Í Víkurhvarfi í Kópavogi er einstaklega falleg veisluaðstaða og veitingastaður með útsýni yfir Elliðavatn.
Staðurinn rúmar allt að 100 manns í sæti og er fallega hannaður með þægilegri lýsingu, stórum bar og þægilegum sérsmíðuðum húsgögnum og eldstæði. Allt gert til að búa til afslappaða og notalega stemningu meðan á veislu stendur.
Metnaðarfull matreiðsla
Matseðill staðarins og vínlisti er afar vandaður, þar sem framandi hráefni í bland við það besta frá Íslandi er notað.
Einnig er hægt að panta þematengdar veislur og veitingar að eigin óskum sem og klassísk kaffihlaðborð.
Gott aðgengi og verönd
Gott aðgengi er að salnum og næg bílastæði framan við staðinn. Til hliðar við salinn er útgengt út að verönd þar sem hægt er að ganga út og njóta sólar seinni part dags.
Einnig fyrir smærri hópa
Staðurinn hentar vel fyrir brúðkaup, árshátíðir, afmæli erfidrykkju og fermingarveislur. Einnig mjög góður fyrir fyrirtæki og starfsmannafélög sem vilja gera vel við sig í mat og drykk. Þá er miðað við að staðurinn sé tekinn allur á leigu og keyptar veitingar á staðnum.
27 mathús & bar henntar einnig vel fyrir smærri hópa 10, 20 eða 30 manns og þá er hægt að stúka af með drapperingum og mynda þannig sérrými fyrir hópinn við til dæmis langborð.
Fyrir þá sem eru að hugsa um að koma og halda veislur í salnum er tilvalið að koma og kynna sér staðinn á almennum opnunartíma veitingastaðarins.
©www.salir.is