Höfuðstöðin veislusalur
Höfuðstöðin er einstaklega spennandi lista- og menningarhús staðsett í Elliðaárdal við Ártúnsbrekku.
Á daginn er þar rekið kaffihús með léttum veitingum og þar er hægt að skoða sýninguna Chromo Sapiens.
Eftir að veitingastað hefur lokað um klukkan 17 á daginn er hægt að leigja aðstöðuna til veisluhalda og menningarviðburða.
Salnum er hægt að stilla upp á marga vegu hvort sem er fyrir sitjandi borðhald eða fyrir standandi veislur.
En reikna þarf með að leigja borð ef fjöldi fer yfir 50-60 manns í sæti.
Hægt er að ganga út á skjólsæla verönd sem vísar til suðurs og njóta náttúrunnar og útsýnis yfir Elliðaárdalinn.
Mögulegt er að leigja salinn með eða án veitinga.
Ef stór hringborð óskast þarf að leigja þau sérstaklega.
Rýmið hentar þeim sem vilja skapa flotta viðburði í einstöku umhverfi, en vera samt miðsvæðis í Reykjavík.
Höfuðstöðin er lista og menningarhús opnað af Hrafnhildi Arnardóttir og Lilju Baldursdóttur þar sem sýningin Chromo Sapiens hefur fengið aðsetur til frambúðar. Hér má skoða umfjöllun um sýninguna
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.