Veislusalurinn á Center Hotels Plaza er staðsettur á Aðalstræti 4-6 beint fyrir framan Ingólfstorg.
Salurinn er staðsettur á jarðhæð og er aðgengi að salnum því mjög gott.
Í salnum eru stórir gluggar sem jafnframt bjóða upp á útgengi út í afgirt port þar sem fyrir eru borð, stólar og fallegur gróður.
Salurinn býður upp sæti fyrir allt að 64 gesti eða allt að 130 gesti í standandi veislu.
Gott hljóðkerfier í salnum, míkrófónn og í salnum er innbyggður skjávarpi og sýningartjöld sem hægt er að samstillaþannig að gestir alls staðar í salnum geti séð á sýningartjaldið.
Hægt er að stilla upp sviði í salnum efóskað er eftir því. Veitingarnar sem eru í boði með salnum eru í formi pinnahlaðborðs þar sem gottúrval er á ljúffengum bitum.







