Veislusalurinn á Jörgensen Kitchen & Bar er einstaklega fallegur salur á jarðhæð með gott aðgengi. Salurinn er bjartur, fallega innréttaður með stórum gluggum og hátt er til lofts.
Salurinn getur tekið allt að 170 gesti í sitjandi borðhald eða 300 gesti í standandi veislu en salurinn er þannig uppbyggður að auðvelt er að skipta honum niður í minni svæði og halda þannig veislur með færri gesti á góðan máta.
Útgengt er út í fallegan afgirtan garð með borðum, stólum og gróðri frá tveimur stöðum í salnum og því einstaklega auðvelt að bjóða gestum að njóta ferska loftsins í garðinum.
Gott hljóðkerfi er í salnum og hægt er að stilla upp sýningartjaldi og skjávarpa. Mjög gott úrval er á veitingum með salnum og eru þær ýmist í formi pinnahlaðborðs, brunchhlaðborðs sem og veisluhlaðborðs.









