Í miðbæ Reykjavíkur, við Túngötu, er fallegur veislusalur til leigu. Salurinn rúmar um 90 manns til borðs og um 110 manns í standandi veislur og viðburði.
Í salnum eru 4-5 manna hringborð og þægilegir stólar.
Mjög góða aðstaða er til að bera fram veitingar og mat í salnum. Fullbúið móttökueldhús með uppþvottavél, ofni og hellum, stór ísskápur, ásamt nýju leirtaui.
Fatahengi er í anddyrinu og fallegt sófahorn við innganginn
Salurinn hentar einstaklega vel fyrir veislur, brúðkaupsveislur, fermingarveislur, erfidrykkjur og árshátíðir.
Einnig fyrir fundi, námskeið og menningarviðburði.
• Leiga fyrir veisluhöld, þrif innifalin kr. 85.000 -
• Leiga til undirbúnings fyrir veislur deginum áður kr. 15.000 -
• Fundarhöld 8:00-17:00 virka daga 5.500 kr. hver klukkustund.
• Fundarhöld eftir kl. 17:00 virka daga eða um helgar: 6.500 kr. hver klukkustund.
• Umsjónarmaður kostar 5.000 kr. á tímann. Ef gestir eru fleiri en 50, þarf tvo umsjónarmenn og kostar þá 10.000 kr. á tímann.
Salurinn hefur leyfi til veisluhalda til klukkan 24.00 föstudaga og laugardaga
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.