Ath.
Salurinn fer í langtímaleigu eftir 10. nóv 2025
en verður leigður í veislur og viðburði þangað til.
HÁS veislusalur er fallegt húsnæði í Síðumúla,
með fjölbreytta notkunarmöguleika.
Hás veislusalur hefur afar hlýlegt og fallegt yfirbragð sem hentar vel sem staður fyrir allskonar veislur, svo sem fermingarveislur, útskriftarveislur og afmælispartý.
Húsnæðið er líka leigt út sem vinnuaðstaða og fundaraðstaða fyrir hvers konar vinnufundi, fyrirlestra og kynningar.
Tvær setustofur eru í húsnæðinu, lítið fallegt eldhús og borðsalur eða fundarsalur fyrir 40 manns.
Í salnum er skjár, píanó og tússtafla, fundarborð og 30 auka stólar.
Salurinn hentar ekki fyrir stórar, sitjandi veislur og ekki er góð eldunaraðstaða á staðnum.
Ath.
Salurinn fer í langtímaleigu eftir 10. nóv 2025
en verður leigður í veislur og viðburði þangað til.
Hægt er að leigja allt húsnæðið í einu fyrir veislur eða fundarherbergi eða vinnurými sér.











