Jötunheimar

Skátafélagið Vífill - veislusalur leigður án veitinga

100 manns til borðs
Rúmgott og notadrjúgt móttökueldhús
Borðbúnaður fyrir 120 manns
Salurinn er leigður án veitinga
Hljóðkerfi fyrir hljóðfæri, tal og tónlist
Gott aðgengi fyrir fatlaðaog lyfta
Skjávarpi og tjald
Setustofa og fatahengi í anddyri
Gott aðgengi - lyfta
ATH! Ekki leigður út frá 1. juni - 1. september


Nánari upplýsingar

Skátafélagið Vífill hefur til leigu góðan veislu- og fundarsal í skátaheimilinu Jötunheimum í Garðabæ.

Salurinn rúmar 100 manns til borðs í sitjandi veislum. Lofthæð er góð og útsýni fallegt.

Gott aðgengi er að salnum og næg bílastæði

Rúmgott anddyri er framan við salinn með sófum og fatahengi og lyftu.

Í salnum er hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, skjávarpi og tjald.

Í salnum er rúmgott móttökueldhús með borðbúnaði fyrir 100 manns, ásamt stórri uppþvottavél, kaffikönnum og tilheyrandi.

Salurinn er leigður á hagstæðu verði, en starfsmaður frá Vífli þarf alltaf að fylgja salnum og honum greitt sértstaklega fyrir.

Salurinn er leigður jafnt að degi til, á kvöldin og um helgar.

Athugið að samkvæmum þar að vera lokið á miðnætti.

Athugið: Á sumrin rekur Skátafélagið Vífill Útilífsnámskeið og Smíðavöll við skátaheimilið Jötunheima. Stjórn Vífils hefur því ákveðið að leigja ekki salinn út á tímabilinu 1. júní til 1. september.

Þeir sem hafa pantað salinn halda sínum pöntunum,  en að svo stöddu engar nýjar pantanir fyrr en eftir 1. september

©www.salir.isJötunheimar
Bæjarbraut 7 210 Garðabær
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar