Blik Bistro Veitingastaðurinn er í nýju og glæsilegu húsnæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Staðurinn skartar einstaklega stórfenglegu útsýni og birta og veðurbrigði móta stemninguna á staðnum.
Rúmgott anddyri með sófum og fallegum bar þar sem gestir geta fengið sér fordrykk, gengið út á verönd og notið umhverfissins.
Fjölbreyttar veitingar eru í boði á Blik Bostro og einnig er hægt að panta hópmatseðla á hagstæðu verði.
Salurinn hentar mjög vel fyrir hópa sem vilja sitja saman við hringborð eða langborð.
Fyrir þá sem vilja meira næði er boðið uppá hliðarsal þar sem fer vel um 18 manns við langborð, eða að leigja allan staðin sem veislusal fyrir 200 manns til borðs eða 300 í standandi veislur.