Ásmundarsalur, hús og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar er einstaklega fallegt sýninga- og viðburðahús staðsett við hlið Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.
Spennandi arkitektúr einkennir húsið og falleg birta leikur um fjölbreytt rými hússins.
Á efri hæðinni er Ásmundarsalur, opið rými fyrir myndlistasýningar en nýtist jafnframt sem veisluaðstaða fyrir standandi veislur og opnanir. Salurinn rúmar yfir 100 manns, en hann er leigður án húsgagna.
Ef þörf er á borðum og stólum og borðbúnaði getur Ásmundarsalur aðstoðað við leigu á veisluáhöldum.
Á neðri hæð er salur sem tekur allt að 25 manns í sæti og á daginn er þar kaffihús Reykjavík Roasters. En á kvöldin leigt út fyrir fundi eða smærri veislur.
Að auki er Fundarherbergi með góðu næði fyrir 8 manns.
Mögulegt er að leigja allt húsið fyrir vandaðar veislur og viðburði. En einnig hægt að leigja neðrihæðina sér fyrir smærri veislur, menningarviðburði eða fundi á kvöldin.
Ásmundarsalur hentar mjög vel fyrir brúðkaupsveislur og erfidrykkju enda staðsetning við hlið Hallgrímskirkju.
Einnig mjög góður fyrir opnanir og kokteilveislur.
Vert er að taka fram að taka verður tillit til yfirstandandi sýninga í húsinu.