Öðlingur Mathús er einstaklega bjartur fallegur veislusalur í Garðabæ, í húsnæði Golfklúbbsins Odds við Urriðavöll.
Salurinn tekur 110 manns til borðs og um 200 manns í standandi veislur og móttökur og aðstaða til veisluhalds eins og best verður á kosið.
Húsið stendur í snyrtilegu og grónu umhverfi með fallegu útsýni yfir bæinn og út á Faxaflóann. Umhverfis húsið er falleg verönd með útihúsgögnum. Gott aðgengi og næg bílastæði.
Þægilegir stólar eru í salnum við hringborð en einnig væri hægt að vera með langborð ef þess er óskað.
Salurinn hentar vel fyrir fyrirtækjahópa, brúðkaup, fermingarveislur, afmæli, erfidrykkjur, jóla og villibráðarkvöld. Hópa sem vilja koma saman í einstöku umhverfi og njóta góðra veitinga.
Athugið að salurinn er ekki leigður úr á sumrin
©www.salir.is