Perlan Restaurant

Fyrir glæsilegar veislur og mannfagnaði með stórfenglegt útsýni

Allt að 350 manns í standandi veislur og opnanir
220 manns í sitjandi borðhaldi
Hægt að hafa alla hæðina í einkaveislur og viðburði
Mögulegt að stúka af svæði fyrir smærri veislur
Nýtt útlit og aðlaðandi umhverfi
Fjölbreytt sýningaraðstaða á neðrihæðum
Íshellir fyrir fordrykk
Glæsilegt útsýni yfir Reykjavík
Fjölbreyttar og vandaðar veitingar


Nánari upplýsingar
Perlan er einn glæsilegasti veislu- og viðburða salur landsins. Afgerandi arkitektúr og yfirbragð Perlunnar gerir viðburðin aðlaðandi og spennandi.

Nú hafa orðið miklar breytingar á rýminu, sem hentar sérlega vel til veisluhalds.  Rúmgóður og fallegur bar, plöntuveggur, húsgögn og þægileg aðstaða til að framreiða mat gerir veisluna einstaka.

Perlan hentar best fyrir stærri veislur og viðburð.  Séu keyptar veitingar fyrir ákveðna upphæð þá er hægt að hafa hæðina út af fyrir sig. 

Einnig er mögulegt að vera með smærri veislur og þá er afmarkað svæði stúkað af til að mynda sérstakt veislurými á hæðinni. 

Glerhvolf og svalir
Glerhvolf perlunar skapar einstaka stemningu þannig litbrigði himins og sólsetur fer að verða hluti af veislunni. Einnig er hægt að ganga út á svalir sem umlykja Perluna.

Íshellir og sýningar
Á neðri hæðum eru spennandi rými og sýningar sem einnig er hægt að nýta fyrir veislugesti sér þess óskað.  Norðurljósa sýning í hátækni sýningarsal er á jarðhæð.  Á annari hæð er spennandi íshellir  þar sem hægt að að bjóða uppá fordrykk og skoðunarferð og þar eru einnig sýningar sem hægt er að bjóða gestum að skoða skv. samkomulagi.

Vönduð og fjölbreytt matargerðalist
Mikið er lagt upp úr vandaðri matargerðarlist og góðri þjónustu.  Perlan Restaurant sér um allar veitingar í Perlunni og þar er boðið uppá léttan pinnamat og smárétti, kaffveitingar hlaðborð eða margrétta gala-veislur allt eftir því hvað hentar.

Perlan hentar því vel fyrir árshátíðar, opnanir, jólahlaðborð, fyrirtækajaviðburði, glæsilegar brúðkaupsveislur, afmæli, kynningar og móttökur.

Einnig fyrir smærri hópa sem vilja njóta samveru og veisluhalds í einstöku umhverfi.
Perlan Restaurant
Öskjuhlíð, 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar