Á efri hæð A Hansen í Hafnarfirði er fallegur salur fyrir allt að 100 manns í sitjandi veislur. Inn af salnum er veislu- og fundarherbergi, sem hægt er að loka af, fyrir allt að 20 manns við langborð.
Salirnir eru í fallegu gömlu húsi A. Hansen í miðbæ Hafnarfjarðar. Á neðri hæðinni er veitingastaðurinn A.Hansen en á efrihæðinni eru veislusalirnir.
Í salnum er bar og aðstaða til að bera fram veitingar.
Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist og mögulegt að vera með aðstöðu fyrir plötusnúð.
Hægt er að raða upp borðum á mismunandi hátt eftir tilefni og fjölda gesta og þægilegir stólar og sófar gera salinn notalegan.
Veislueldhús A. Hansen er þekkt fyrir góðar og fjölbreyttar veitingar á hagstæðu verði. Hvort sem það er léttur pinnamatur fyrir standandi veislur, margrétta gala-veislur eða kaffihlaðborð.
Einnig boðið uppá tilboð á drykkjum eða hafa opin bar eftir ákveðin tíma.
Salurinn hentar fyrir fyrirtæki og hópa, í brúðkaupsveislur, afmæli, árshátíðar.
Einnig er salurinn mjög góður fyrir fermingarveislur, skírnarveislur, erfidrykkju.
Mögulegt er að leigja salinn fyrir dagveislur án veitinga.
Þegar veitingar eru keyptar fyrir ákveðna upphæð fellur leigugjald niður.