Sjóminjasafnið fundarsalur

Hornsílið - fyrir fundi, ráðstefnur, kennslu og fyrirlestra

80 fermetrar
Rúmar 65 manns í leikhúsuppröðun
Myndvarpi og stórt sýningartjald
Góð lýsing í sal sem hægt er að stilla að óskum
Mjög fallegt aðgengi að salnum
Móttökusalur á neðrihæð
leigutaki getur komið með eigin kaffiveitingar
Boðið upp á leiðsögn um sýningar skv. samkomulagi
Skemmtilegt að ganga út á bryggjuna eftir viðburð
Mikil nálægð við hafið


Nánari upplýsingar
Sjóminjasafnið í Reykjavík er með fallegan og bjartan fundarsal til leigu. Salurinn er á efri hæð safnsins og er 80 fermetrar að stærð.

Salurinn rúmar 65 manns í leikhúsuppröðun en einnig er hægt að setja upp U-borð, langborð eða skólastofu uppstillingu eftir þörfum.

Falleg lýsing er í salnum, sambland af dagsbirtu sem hægt er að draga fyrir og fallegri loftlýsingu sem er hægt að stilla eftir óskum.

Í salnum er myndvarpi og stórt sýningartjald.

Salurinn er því tilvalinn fyrir fyrirlestra, fundi, kennslu eða kvikmyndasýningar.

Aðgengið að salnum er gott, lyfta eða stigi milli hæða.

Fundargestir verða sjálfir að koma með veitingar á staðinn eða panta þær hjá veitingaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Í safninu á efrihæð er vönduð og yfirgripsmikil sýning - Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár.

Verðskrá 2024

Hornsílið – fundarsalur á Sjóminjasafninu

Hálfur dagur innan opnunartíma 50.430 kr.

Heill dagur innan opnunartíma 81.560

Leiga utan opnunartíma 106.670 kr.

 





Sjóminjasafnið fundarsalur
Grandagarður 8 101 Grandi Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar