Salurinn rúmar 65 manns í leikhúsuppröðun en einnig er hægt að setja upp U-borð, langborð eða skólastofu uppstillingu eftir þörfum.
Falleg lýsing er í salnum, sambland af dagsbirtu sem hægt er að draga fyrir og fallegri loftlýsingu sem er hægt að stilla eftir óskum.
Í salnum er myndvarpi og stórt sýningartjald.
Salurinn er því tilvalinn fyrir fyrirlestra, fundi, kennslu eða kvikmyndasýningar.
Aðgengið að salnum er gott, lyfta eða stigi milli hæða.
Fundargestir verða sjálfir að koma með veitingar á staðinn eða panta þær hjá veitingaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Í safninu á efrihæð er vönduð og yfirgripsmikil sýning - Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár.
Verðskrá 2024
Hornsílið – fundarsalur á Sjóminjasafninu
Hálfur dagur innan opnunartíma 50.430 kr.
Heill dagur innan opnunartíma 81.560
Leiga utan opnunartíma 106.670 kr.