Liljan er einstaklega hlýlegur og fallegur salur, miðsvæðis í Hafnarfirði í húsi Boðunnarkirkjunnar.
Salurinn leigist án veitinga.
Aðkoman er mjög þægileg og auðvelt að finna salinn. Framan við húsið
eru næg bílastæði. Anddyrið er rúmgott með fatahengi og sófum.
Salurinn er bjartur og fallegur með þægilegum stólum og borðum sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt eftir tilefni.
Hægt er að ganga út á verönd aftan við salinn á sumrin og þegar gott er veður.
Inn af salnum er rúmgott móttökueldhús til að undirbúa og framreiða veitingar.
Myndvarpi er í salnum og hljómtæki.
Salurinn hentar best í fermingarveislur, skírnarveislur, erfdrykkju og afmæli og almennt í veislur þar sem áfengi er ekki haft um hönd. Notkun áfengis er ekki leyfileg í salnum.
Þess ber að geta að inn af salnum er einnig rúmgott fjölnota herbergi þar sem hægt er að hafa fundarborð, leiktæki eða krakkahorn í veislum.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.