Myndabox í veislur - Selfie.is

Skemmtileg myndataka, ljósabúnaður og fylgihlutir

Gerir veisluna ógleymanlega
Gestir skemmta sér við uppstillingu og taka myndir sjálfir
Hægt að skoða og velja myndir af skjá
Mjög auðvelt í notkun
Gott úrval af bakgrunnum og fylgihlutum
Myndir sendar rafrænt á hvern og einn
Hægt að hafa fyrirtækjamerki eða texta á myndinni
Mögulegt að fá prentara og prenta út myndina á staðnum
Uppsetning og þjónusta innifalin í leigunni


Nánari upplýsingar
Að eiga góðar myndir úr veislunni eða viðburðinum er ómetanlegt.

Myndabox í veislunni er bæði afbragðs skemmtun og ein besta leiðin til að eiga góðar myndir af öllum gestunum.

Þegar þú leigir myndabox þá koma starfsmenn Selfie.is á staðinn og setja upp myndaboxið með ljósi, bakgrunni og fylgihlutum að þínum óskum. Þannig að ekkert þarf að gera annað en að stilla sér upp, smella af og velja síðan bestu myndina af skjánum.

Myndin er síðan send rafrænt á þá sem það vilja og eru aðgengilegar á þínu heimasvæði á netinu.

Einnig er mögulegt að leigja prentara með og prenta myndir út á staðnum.

Auðvelt er að hafa texta eða merki á myndinni sem tengist viðburðinum

Boðið er uppá ýmsar tegundir af myndaboxum, bakgrunnum og fylgihlutum, allt eftir þínum óskum.

Fylgihlutirnir eru ýmislegt dót sem fólk getur haldið á eða brugðið sér í gervi, til að auðvelda myndatökuna og gera hana enn skemmtilegri.

Myndaboxið leysir þá kröfu að fá samþykki gesta fyrir myndatöku á viðburðinum, því gestirnir sjá um að taka myndina sjálfir.Myndabox í veislur - Selfie.is
Rauðagerði 14 108 Reykjavik
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar