Svið opið rými

Móttökur, fundir og veislur

100 manns í standandi móttökur, fundi og veislur
Dagsbirta og fallegur arkitektúr
Fundarsalur fyrir 60 manns aðskilinn með glervegg
Kaffiveitingar og vandað veislueldhús á staðnum
Heilsulind og æfingasalur á hæðinni
Gisting á góðu verði fyrir hópa
Hentar vel fyrir námskeið og fyrirlestra


Nánari upplýsingar
Svið er fallegt opið rými með glerþaki og stillanlegri lýsingu.  Á daginn er þar falleg dagsbirta en á kvöldin er hægt að stýra lýsingu með litum og ljósstyrk og skapa skemmtilegt yfirbragð.

Rýmið hentar einstaklega vel í standandi móttökur, fundi og veislur og býður veislueldhús Hótels Íslands uppá fjölbreytt úrval af veitingum við hæfi.

Aðskililið með glervegg er fundarrými með sýningartjaldi og skjávarpa. Gestir geta því safnast saman í opna rýminu t.d með kaffiveitingar eða fordrykk en verið með fyrirlestra eða kynningar í fundarrýminu.

Hótel Ísland er notalegt heilsuhótel þar sem vellíðan, þægilegt yfirbragð og gott viðmót er í fyrirrúmi. Það er því næg gisting í boði fyrir þá sem á því þurfa að halda.

Svið opið rými
Ármúli 9 108 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar