Sumir gleðilegir viðburðir kalla á veislur
Aðrir enn gleðilegri viðburðir kalla á stórveislur.
Fyrir seinna tilfellið er um að gera að hafa veislusalinn Tunglið í huga.
Þessi stórglæsilegi salur á Lækjargötunni er með stórbrotið útsýni yfir miðbæinn af veglegum svölum sínum.
Hann rúmar um 100 gesti til borðs og allt að 200 manns standandi og veislueldhús Tunglsins getur galdrað fram gómsæta rétti eftir þínu höfði.
Tilvalinn salur fyrir hvers kyns veisluhöld á borð við árshátíðir, brúðkaup og fermingar en einnig fyrir fundi og ráðstefnur af ýmsu tagi.
Í salnum er hljóðkerfi, skjávarpi og flott LED lýsing svo hægt er að hafa hvaða stemningu sem þú sækist eftir.
Taktu veislurnar þínar upp á næsta stig – taktu þær til Tunglsins.