Austurbær er tímabundið ekki í útleigu
Austurbær er einstök aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi kynningar eða fyrirlestra. Salurinn er allur ný uppgerður með fullkomnum tækjabúnaði og þægilegum húsgögum. Staðsetning er mjög góð við Snorrabraut í miðbæ Reykjavíkur.
Í forrými er er sex stórir sýningarskjáir og hljóðkerfi ásamt Led lýsingu sem myndar nokkurskonar himinhvolf í salnum. Þar er bar og móttaka.
Á efrihæð forrýmis er Silfurtunglið, salur með 8 stórum sýningarskjám bar og aðstöðu fyrir fordrykk, móttökur og kynningarefni.
Austurbær - stóri salurinn, hentar vel fyrir 800 manna fundi eða ráðstefnur en rúmar alls rúmar húsið allt að 1000 manns. Hægt er að leigja allt húsið í senn eða hvert rými út af fyrir sig. 810 manns á neðri hæð og 190 á efri hæð.
Næg salerni eru á báðum hæðum og aðgengi fyrir fatlaða að salerni á jarðhæð.
Í húsinu er einnig skemmtilegt safn sem nefnist Tales from Iceland.
Mjög góður grunntæknibúnaður innifalinn í leigu
Miklir möguleikar í ljósi, hljóði sem og til sýningar á efni í salnum. Hágæða myndvarpi er á staðnum sem gefur skarpa mynd í miklum gæðum
- Færanlegir barir, Tveirpallar fyrir ofan gólf sem bjóða uppá ýmsa möguleika.
- Gott aðgengi frá Snorrabraut
Góð aðstaða fyrir listamenn og skemmtikrafta Silfurtunglið
Hægt er að leigja efrihæðina, Silfurtunglið, eitt og sér. Silfurtunglið er tilvalið fyrir minni móttökur á bilinu 30-150 manns. Þar eru átta stórir (65“) 4K skjáir „fréttasýningu“ Tales from Iceland. Á hverjum skjá er sýnd uþb. fjögurra mínútna stuttmynd úr íslenskri nútímasögu, sem geta skapað skemmtilega stemningu í bakgrunni móttökunnar, en einnig er hægt að nota þá fyrir eigið efni leigutaka.