Tunglið er staðsett við Lækjargötu á þriðju og fjórðu hæð fyrir ofan Hard Rock Cafe í miðbæ Reykjavíkur.
Salirnir eru tveir en hægt er að nýta í sitt hvorulagi fyrir mismunandi tilefni eða saman fyrir stærri veislur brúðkaup, fundi eða móttökur.
Tunglið neðri hæð
Á neðri hæð er salur með aðgengi út á stóra verönd þar sem hægt er að skapa spennandi "rooftop" stemningu í góðu veðri með spennandi útsýni yfir miðbæinn.
Neðri hæðin rúmar 120 manns í standandi veislur viðburði og móttökur. Í salnum er flottur bar og útgengt á veröndina. Hljóðkerfi er í salnum fyrir tal og tónlist á samt sófum og fráleggsborðum.
Tunglið efri hæð
Á efri hæðinn er veislusalur fyrir sitjandi veislur. Salurinn tekur um 100 manns til borðs og hægt er að raða borðum upp á fjölbreyttan hátt eftir tilefni.
Skemmtileg led lýsing er í sloftinu til að skapa mismunandi stemningu og hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Veisluþjónusta Tunglsins sér um ljúffengar veitingar í salnum.
Aðstaðan er tilvalin fyrir hvers kyns veisluhöld eins og árshátíðir, brúðkaup og fermingar en einnig fyrir fundi og ráðstefnur af ýmsu tagi.
Einnig menningarviðburði tónleika og uppistand.
Mögulegt er að nýta salina báða í einu og vera með tildæmis fordrykk og móttöku á neðri hæð og á verönd. Færa sig upp í borðhaldið og síðan dans á efir á neðrihæðinni.